Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Rétt eða rangt?

rétt eða rangtLífið snýst ekki um það hver hefur rétt fyrir sér og hver hefur rangt fyrir sér.  Lífið snýst um það að verða skapari þíns líf og lifa uppfylltu lífi með því að afhjúpa ljósið sem hefur verið hulið fyrir þér.  Þannig eru leikreglurnar.  Ef einhver gerir á þinn hlut og þú svarar í sömu mynt til baka, þá ertu ekki að deila af þér og gefa, heldur ert þú að bregðast við, hugsar ef þú meiðir mig þá meiði ég þig, hugsar inná við í stað þess að hugsa útá við.  Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér og eigir jafnvel rétt til þess að svara til baka, en með því að gera einmitt það þá hengir þú upp enn eitt tjaldið sem hylur ljósið enn frekar fyrir þér.  Þetta er einmitt það sem svo margir virðast ekki sjá og skilja.  Hafa ekki uppgötvað þetta ennþá.  Og það er ástæðan fyrir því að það sé sorg og sársauki í heiminum í dag. 

Í dag spyrðu sjálfan þig að þessari spurningu:  Er það vilji minn að þurfa hafa rétt fyrir mér en vera um leið óánægð(ur)?  Eða er það vilji minn að leyfa mér stundum að hafa rangt fyrir mér en vera um leið hamingjusamur?


Slökkva takk!

Við eigum það til stundum að einblína meira á óreiðuna í stað þess að horfa á það sem við höfum verið blessuð með, ekki satt?

SlökkvaVið hugsum oft meira um það sem við höfum ekki í stað þess að vera þakklát fyrir það sem er nú þegar til staðar.  Við hugsum meira um þá sem eru illa við okkur í stað þess að hugsa um þá sem elska okkur.  Við leggjumst til hvíldar hugsandi um þann sem gerði eitthvað á okkar hlut í stað þess að hugsa um þá sem standa okkur við hlið.  Með slíkum hugsunarhætti þá drögum við bara meiri neikvæðni og meira af því sem við viljum forðast. 

Í dag er upplagt að teygja sig í neikvæðnis rofan í huga þínum og hreinlega slökkva á honum.  Leyfðu síðan sjálfum þér að sjá allt það góða sem býr innra með þér og eins allt það góða sem er í kringum þig.  Þú munt vita að þú sért á réttri leið þegar neikvæðir hlutir fara að skipta minna og minna máli fyrir þér.


 


LIFÐU!

lifðuHugur mannsins er stöðuglega á ferðalagi fram og til baka - hann vill helst halda okkur frá því að staldra við til að njóta líðandi stundar, og fær okkur stundum til þess að einblína á ranga hluti.  Það fellur í okkar verkahring að temja huga okkar og koma honum undir stjórn, til þess að við getum uppgötvað og skilið það sem er að gerast í lífi okkar núna, og oftar en ekki þá er það akkúrat það sem við þurfum á að halda. 

 Í dag, æfðu þig í því að umfaðma núið og lifa í dag. Gerðu líðandi stund að þínum vini, en ekki að óvini, og vittu til að hlutir munu skyndilega umsnúast. 

 

 


Angels: Being part of the collective


Bárátta úlfanna!

Eitt sinn var Indíánahöfðingi sem fékk barnabarn sitt í heimsókn og drengurinn spurði afa sinn, afi viltu segja mér sögu?  Afinn brosti blítt og ákvað að segja drengnum sögu sem myndi auka visku hans og gæti hjálpað honum síðar í lífinu.  Hann sagði hinum unga drengi frá dæmisögu um úlfana tvo. 

úlfaslagur"Hann sagði drengur, það á sér stað innra með öllum mönnum bardagi.  Bardaginn stendur er milli tveggja úlfa sagði afinn."
 Annar úlfurinn er illur, Hann er reiður, ólgar af bræði, öfund, græðgi, hroka, eftirsjá, sjálfsvorkunn, lygum, fölsku stolti, og finnst hann vera yfir alla kominn og egó hans er stórt.  Hinn úlfurinn er góður. Hann er hamingja, friður, von, einlægni, auðmýkt, góðsemd, umhyggja, sannleikur, kærleikur og trú.

Barnabarnið hlustaði með eftirtekt og varð hljóður og hugsaði um stund um það sem hann hafði heyrt.  Síðan spurði hann afa sinn, "Hvaða úlfur mun sigra þennan bardaga?"

Og hinn aldraði indíánahöfðingi svaraði, "Sá sem þú fóðrar"

Hvaða úlf ert þú að fóðra í dag?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband