Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Hugsaðu áður en þú framkvæmir.
10.6.2007 | 12:30
Einn af meisturum Kabbalah spurði, " hver er vitur?" Svarið var, þeir sem sjá afleiðingarnar af gjörðum sínum.
Sá sem er vitur skilur að hann verður að fara að rótinni áður og eiga við vandamálið áður en það opinberast. Hann eða hún þurfa ekki að láta tíman líða til að sjá og skilja hvað verður. Þau geta séð fullvaxið tré í einu litlu sáðkorni.
Það sem ég er í raun að segja er að þetta þýðir að áður en við tölum og gerum. Þá verðum við að hugsa um afleiðingarnar. Þetta þýðir að framkvæma með skilningi og vitund.
Í dag hugsaðu mögulegar afleiðingar, bæði af því neikvæða og jákvæða sem gætu verið afleiðingar af gjörðum þínum. Hugsaðu áður en þú framkvæmir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verk í vinnslu.
9.6.2007 | 13:21
Hér eru nokkur tákn um að þú sért að vaxa og þroskast andlega:
- Þú er hætt(ur) að taka hlutum of alvarlega
- Þú ert stöðuglega að leita að lærdómnum úr því sem verður á vegi þínum
- Þú hugsar stöðuglega um hvað þú getur gert betur
- Það sem pirraði þig áður gerir það ekki lengur
- Það er auðveldara að vera góður við aðra
- Þú hefur meiri þolinmæði
- Þú átt auðveldara með að tjá þig við aðra
Samt sem áður þá er lykilatriði að halda áfram að vinna í þessum hlutum, að eignast enn meiri þolinmæði, að eiga enn betri samskipti og gefa meira af þér í dag en í gær. Mundu þó að þetta er verk í vinnslu og sérhver jákvæð breyting sama hversu lítil þér finnst hún vera, þá skiptir hún máli
Bloggar | Breytt 10.6.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
AÐ BRJÓTAST ÚTÚR ÞVÍ AÐ HUGSA BARA ÉG, ÉG, ÉG!
8.6.2007 | 18:44
Þekkir þú gjafir ljósins sem þú getur deilt með öðrum?
Við stundum festumst oft í blekkingu skilningavitana fimm og sjáum ekki útfyrir hið efnislega. Við metum okkur og metumst við aðra til að reyna að reikna út hvers virði við séum í þeirra augum og stjórnast þannig af blekkingu, í stað þess að meðtaka og viðurkenna að ljósið innra með okkur sé hinn sanni fjársjóður og verðmæti.
Að gefa er raunveruleg og varnaleg leið til að kveikja á og afhjúpa ljósið í lífi okkar, ef við náum að brjótast úr þeim hugsanahætti " hvað fæ ég útúr þessu?" eða "hvenær er komið að mér og hvenær fæ ég mitt?", ég, ég ég. Þá munu hlutirnir falla í réttan farveg og friður, velgengi og hamingja munu koma yfir þig sem við öll leitum svo heitt að.
Taktu frá tíma til að gefa af þér án skilyrða, ekki ætlast til að fá neitt til baka, satt að segja gerðu meira en að taka frá tíma, gerðu það að markmiði þínu. Stígðu uppúr því kunnuglega og verndaða umhverfi sem þú þekkir og ekki ætlast til að fá neitt til baka. Þá muntu fá miklu meira en þig grunar til baka.
Bloggar | Breytt 20.6.2007 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breyttu mér fyrst!
7.6.2007 | 21:50
Þú gætir hafa heyrt um gamla máltækið, "þú getur leitt hestinn að andlegum hlutum, en þú getur ekki gert hann andlegan.
Andlegur vöxtur verður alltaf að vera út frá frjálsum vilja.
Við getum talað og talað þar til við verðum blá í framan í þeirri von að fólk breytist og fari að elska og gefa af sér án skilyrða. En þannig er það ekki og verður aldrei leiðin, Það besta sem þú getur gert er helga sjálfan þig og vinna í þér sjálfum að elska og gefa af þér, svo að ljósið sem þú fæðir út frá þér tali til sálar þess sem þú ert að reyna að hjálpa.
Einbeittu þér á að taka til í þínu lífi í dag. Það er eina leiðinn, og aðrir munu verða fyrir áhrifum þeirrar breytinga sem þú hefur kallað fram í þínu lífi.
Bloggar | Breytt 9.6.2007 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og það ert þú!
6.6.2007 | 18:43
Það er ástæða fyrir öllu því sem gerist í lífi þínu - Kabbalah kennir að sú ástæða sért þú! Það er alveg satt, þér finnst kannski ekki auðvelt að kyngja þessu eða samþykkja, en ef þú gerir það þá ertu lagður af stað að taka algjöra stjórn yfir lífi þínu og örlögum, lifað uppfylltu og hamingjusömu lífi sem er kjarni þess og tilgangur.
Í dag, taktu fulla ábyrgð á því sem kemur fyrir þig í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú ert yndisleg(ur)
5.6.2007 | 17:59
Orðin eru eins og örvar og þær sem valda hvað mestum skaða eru þær sem við beinum að okkur sjálfum. Efasemdir um sjálfan sig og sjálfshatur eru líklega stærstu hindranirnar í lífi einstaklings.
Það er vilji ljóssins að við elskum okkur sjálf. Eftir allt saman erum við sjálf af sama ljósi. Að viðurkenna það og meðtaka er ekki hroki eða sjálfselska. Þvert á móti, að meðtaka og viðurkenna ekki okkar innra ljós þá erum við í raun að hafna ljósi skaparans.
Í dag, sjáðu sjálfan þig sem þá yndislegu persónu sem þú ert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áfram gakk.
4.6.2007 | 19:03
Að vaxa andlega krefst mikillar vinnur. Ef þú stígur ekki fram á við þá ertu í raun að dragast aftur úr. Sem þýðir: ef þú gafst af þér í gær og fékkst ljós að launum, þá þarftu að gefa enn meira af þér í dag til að öðlast samskonar ljós og þú fékkst í gær.
Gerðu þitt besta til að hvetja þig áfram að gera betur í dag en í gær. Haltu huga þínum við að gefa og bera væntumþykju til náungans. Það skiptir ekki máli hversu langt þú hefur runnið til baka, þá bara taktu þig taki og settu aftur í gír og áfram gakk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lyftu þér upp frá myrkrinu.
3.6.2007 | 11:43
Þegar þú lifir lífi þínu sem ástrík og gefandi persóna, þá mun ljósið koma inní líf þitt - ekki vegna þess að þú ert góð(ur) eða réttlát(ur) heldur einfaldlega vegna þess að það er eðli ljóssins.
Andstæðan er sú að ljósið fjarlægist þegar þú starfar í sjálfselsku, reiði, öfund vegna þess að eðli ljóssins er að slíta sig frá orku sem er ólík og ekki af sama meiði og ljósið.
Tengdu þig við ljós í dag með því að fylgja þinni innri rödd, lyftu sjálfum þér uppúr öllu því sem vill slíta þig frá ljósinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er aðeins ein leið fær.
2.6.2007 | 19:14
Hvernig get ég sameinað mitt daglega líf við andlega líf mitt?
Þú getur það ekki! Eina leiðin er að leiða hið andlega inní allt það sem þú gerir. Skiptir ekki máli við hvaða vinnu þú starfar, það er alltaf leið til að láta eitthvað gott af þér leiða. Þú getur gert þetta með því að setja jákvæðar hugsanir í verk þín í vinnunni. Skiptir ekki máli hvert hlutverk þitt er í lífinu, skiptir ekki máli hversu lítið það kann að vera, þá er sannleikurinn sá að lítið góðverk getur fært mikið ljós inní heiminn.
Hvernig get ég lagt meiri ást og umhyggju í starf mitt í dag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vertu undir ratsjánni!
1.6.2007 | 19:04
Finnst þér erfitt að þegja yfir því þegar þú vinnur að nýju og spennandi verkefni?
Almennt talað, þá er það betra að vinna vinnuna fyrst og tala svo um það eftir á. Margir góðir kabbalistar í gegnum söguna hafa stuðlað að góðverkum og stutt góð málefni undir ratsjánni eða ekki í sviðsljósinu. Þeir vissu að sönn blessun dvelur yfir því sem gefið er í leyni.
Vertu með hugann við það góðverk sem þú vilt gera í dag - en haltu því undir ratsjánni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)