Færsluflokkur: Bloggar
Að gera við sjálfan sig.
25.12.2007 | 14:45
Umburðarlyndi er einn af miðpunktum í þeirri kennslu sem viska Kabbalah kennir, og umburðalyndi þarfnast stöðugar æfingar við. Í öllum þeim samskiptum sem við eigum við okkar ástvini, fjölskyldu, og vini þá eigum við það til að vilja breyta þeim sem eru í kringum okkur í stað þess að meðtaka þau eins og þau eru og elska þau án skilyrða. Ekki reyna að gera við þau, einfaldlega meðtaktu þau og elskaðu.
Í dag, þegar þú finnur þörf fyrir því að draga athyglina á hvað aðrir eru að gera rangt, snúðu þá þessu við og dragðu athyglina að sjálfum þér. Taktu ábyrgð yfir því sem á sér stað innra með þér og spyrðu sjálfan þig að því hvaða sáðkorn af neikvæðni hefur sloppið fram hjá þér, gæti verið óuppgerður sársauki, því að manneskjan er í raun að spegla þig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðileg jól!
24.12.2007 | 12:52
Það eru algeng mistök sem við öll gerum einhverstaðar á leiðinni í okkar andlegu göngu, og það er þegar við byrjum að setja okkur á hærri hest og dæma aðra fyrir að hafa minni þekkingu en við og fyrir að vera minna andleg. En staðreyndin er sú að við erum hér öll til að hjálpa hvert öðru að rétta fram hjálpar hönd til að reisa hvort annað við og hjálpa hvort öðru uppá næsta stig. Öll sú viska og þekking sem við búum yfir er til einskins og marklaus ef við förum ekki og lifum eftir því grundvallar atriði að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf. Í dag ef þú finnur þig á þeim stað að vera með dæmandi hugsun gangvart náunganum að hann sé lægri settur en þú, minnstu þá þess stundar þegar þú varst í sömu sporum. Finndu leið og legðu þig fram við að leggja fram hjálparhönd til að reisa hann við, rétt eins og einhver gerði fyrir þig á sínum tíma.
Ég vil líka nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og það er mín einlæga ósk að þið megið eiga gleði og friðarjól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gerðu það sem þú getur.
18.12.2007 | 18:26
Fólk eyðir oft allt of miklum tíma í óvissuhluti og vita þarafleiðandi ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga vegna þess. Kabbalistarnir hvetja okkur að eyða ekki of miklu púðri í þá hluti sem óvissa ríkir um og rækta frekar þá hluti sem þú ert viss um. Ljósið hefur sýnt þér leiðina þangað, taktu því þeim hluta enn fastari tökum og þá munt þú fá ennþá betri sýn á hlutina.
Mundu að okkar neikvæða hlið vill fá athygli þína og tíma yfir á þá hluti sem þú ert óviss um, til þess að halda okkur frá þeim hlutum sem við þurfum að gera og vitum að virkar fyrir okkur.
Í dag, þegar þú veist ekki hvað þú átt að gera, gerðu þá það sem þú veist og kannt, og gerðu það af meiri krafti og innblæstri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áfram, Áfram!
15.12.2007 | 23:17
Ef okkar andlega vinna og eftirvænting einstaklingsins er byggð á tilfinningum einum fyrir hvern dag sem hann lifir, þá er eitt víst að hann mun fyrir víst falla og missa marks. Kabbalistarnir minna okkur á það að við verðum að vinna okkar andlegu vinnu óháð tilfinningum, jafnvel þótt að við séum ekki í neinu stuði til þess og tilfinningarnar vilja toga okkur í aðra átt.
Það er auðvelt að vera andlegur þegar þú ert fullur af orku og eftirvæntingu, en það er ekki svo auðvelt þegar þú finnst þér vera tómur og eftirvæntingin farinn. Samt sem áður er slíkur tími akkúrat sá tími sem þú getur afhjúpað mikið ljós.
Í dag, reyndu að finna þau svið þar sem þú finnst þú hafa fengið nóg, og á þeim stundum þar sem það síðasta sem þú vilt að deila af þér og tengjast við andlega hluti. Mundu að lærdómurinn er sá að þrýsta sér áfram á slíkum stundum. Og oft á tíðum er þetta auka skref sem gerir gæfu munin fyrir þig, bæði í þínu lífi og annarra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skapaðu þitt kraftaverk!
13.12.2007 | 20:11
Samkvæmt fræðum kabbalista þá erum við stödd í mjög hagkvæmri tíð til að skapa kraftaverk. Það er þó ekki þar með sagt að kraftaverk eigi að verða NÚNA. Heldur má frekar segja að nú sé hagkvæm tíð til að sjá þau gerast. Svo nú er upplagt að taka næstu daga að vera með hugann við það, þú getur fræðst um þá tækni sem til þarf til að kalla fram kraftaverk, og leyfi ég mér að benda á afbragðsbók sem kallast
God Does Not Create Miracles, You Do, eða Guð Skapar Ekki Kraftaverki Heldur Þú. Bókina má fá á www.amazon.com
Taktu niður glósur og settu síðan tæknina í verk.
Hjálparstarf, er í eðli sínu að sú framkvæmd að gefa eða styrkja þá sem eru í þörf. Hjálparstarf í Kabbalah er líka það sem breytir örlögum. Að gefa, hvort sem það sé tími, peningar, þekking, vinnuframlag eða eignir er mjög kröftug leið til að kveikja ljós. Því erfiðara sem það er að deila með sér eða gefa, eða með öðrum orðum, því lengra sem þú teygir þig, því meira ljós verður afhjúpað og þar af leiðandi stærra og meira kraftaverk.
Verum gjafmild í dag. Enn í stað þess að gera hlutina útaf einhver er að þrýsta á þig til þess, gerðu það þá frekar með þeirri meðvitund að þú viljir vekja upp orku kraftaverka í lífi þínu fyrir allt næsta ár.
Bloggar | Breytt 14.12.2007 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kraftaverk.
12.12.2007 | 18:11
Segjum sem svo, að engill kæmi og heimsótti þig í draumi, og hann myndi segja þér frá því að þegar þú myndir vakna næsta morgun þá fengir þú að upplifa kraftaverk á þeim degi, hvernig myndir þú hegða þér þann dag?
Með eftirvæntingu, tilhlökkun og gleði ekki satt?
Kabbalistarnir útskýra fyrir okkur það að einmitt eftirvæntingin, tilhlökkunin og gleðin er hvatningin sem kemur kraftaverkum af stað í okkar lífi. Þegar við vitum að kraftaverk sé á leiðinni og höfum eftirvæntingu, það opnar leiðina fyrir því að kraftaverk geti átt sér stað. Okkar fullvissa um að kraftaverkið mun koma er sá kraftur sem kallar þau fram og lætur þau verða að veruleika.
Vertu full(ur) af eftirvæntingu í dag. Vertu fullviss um að kraftaverk sé á leiðinni til þín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verði ljós!
10.12.2007 | 19:13
Hvernig getum við fundið jafnvægi á milli daglegs lífs og andlega lífsins?
Þú getur það ekki. Eina leiðin er að færa það andlega í allt sem þú gerir og tekur þér fyrir hendur. Skiptir ekki máli hver vinnan er, þá er alltaf tækifæri til að koma með ljós í það umhverfi og því sem þú ert að vinna að. Þú getur gert þetta með því að setja jákvæðar hugsanir og setja ljós í allt sem þú gerir, sama hvaða hlutverk sem þú kannt að hafa í lífinu, hversu smátt sem það kann að vera, þá er það risastórt ef þú skoðar málin út frá ljósinu.
Hvernig getum við sett meiri kærleik og umhyggju í vinnu þinni í dag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Rétt eða rangt?
5.12.2007 | 21:32
Lífið snýst ekki um það hver hefur rétt fyrir sér og hver hefur rangt fyrir sér. Lífið snýst um það að verða skapari þíns líf og lifa uppfylltu lífi með því að afhjúpa ljósið sem hefur verið hulið fyrir þér. Þannig eru leikreglurnar. Ef einhver gerir á þinn hlut og þú svarar í sömu mynt til baka, þá ertu ekki að deila af þér og gefa, heldur ert þú að bregðast við, hugsar ef þú meiðir mig þá meiði ég þig, hugsar inná við í stað þess að hugsa útá við. Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér og eigir jafnvel rétt til þess að svara til baka, en með því að gera einmitt það þá hengir þú upp enn eitt tjaldið sem hylur ljósið enn frekar fyrir þér. Þetta er einmitt það sem svo margir virðast ekki sjá og skilja. Hafa ekki uppgötvað þetta ennþá. Og það er ástæðan fyrir því að það sé sorg og sársauki í heiminum í dag.
Í dag spyrðu sjálfan þig að þessari spurningu: Er það vilji minn að þurfa hafa rétt fyrir mér en vera um leið óánægð(ur)? Eða er það vilji minn að leyfa mér stundum að hafa rangt fyrir mér en vera um leið hamingjusamur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Slökkva takk!
4.12.2007 | 21:11
Við eigum það til stundum að einblína meira á óreiðuna í stað þess að horfa á það sem við höfum verið blessuð með, ekki satt?
Við hugsum oft meira um það sem við höfum ekki í stað þess að vera þakklát fyrir það sem er nú þegar til staðar. Við hugsum meira um þá sem eru illa við okkur í stað þess að hugsa um þá sem elska okkur. Við leggjumst til hvíldar hugsandi um þann sem gerði eitthvað á okkar hlut í stað þess að hugsa um þá sem standa okkur við hlið. Með slíkum hugsunarhætti þá drögum við bara meiri neikvæðni og meira af því sem við viljum forðast.
Í dag er upplagt að teygja sig í neikvæðnis rofan í huga þínum og hreinlega slökkva á honum. Leyfðu síðan sjálfum þér að sjá allt það góða sem býr innra með þér og eins allt það góða sem er í kringum þig. Þú munt vita að þú sért á réttri leið þegar neikvæðir hlutir fara að skipta minna og minna máli fyrir þér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
LIFÐU!
3.12.2007 | 18:34
Hugur mannsins er stöðuglega á ferðalagi fram og til baka - hann vill helst halda okkur frá því að staldra við til að njóta líðandi stundar, og fær okkur stundum til þess að einblína á ranga hluti. Það fellur í okkar verkahring að temja huga okkar og koma honum undir stjórn, til þess að við getum uppgötvað og skilið það sem er að gerast í lífi okkar núna, og oftar en ekki þá er það akkúrat það sem við þurfum á að halda.
Í dag, æfðu þig í því að umfaðma núið og lifa í dag. Gerðu líðandi stund að þínum vini, en ekki að óvini, og vittu til að hlutir munu skyndilega umsnúast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)