Smá pæling
6.3.2007 | 20:20
Eitt stærsta vandamálið við trúarbrögð heimsins í dag og í gegnum tíðina eru trúarleiðtogarnir, trúarbrögð eða leiðtogar trúarbragða hafa skapað sér í gegnum tíðina ákveðið kerfi með því að halda aftur af upplýsingum í þeim tilgangi að tryggja sér völdin og til þess að stjórna, skapa þörf fyrir fólk að verða háð trúarleiðtogunum. Þetta er alþekkt í gegnum kirkjusöguna þar sem hlutirnir fóru svo langt á tímabili að aðeins var messað á latínu til að halda fólkinu í vanþekkingu betur þekkt sem svarta öldin, eins er það alþekkt að vatíkanið hefur haldið handritum leyndum fyrir almenningi þar sem upplýsingar sem í þeim eru gætu skaðað trúarkerfið og enn ein leiðin eru þýðingarnar sem oft á tíðum hafa breyst mikið frá grunntexta til að aðlaga hann betur að trúarkerfinu sem hentar í það skiptið fyrir trúarkerfið. Flestir vita að þekking er afl og sá sem þekkinguna hefur hefur forrskot á þann sem býr ekki yfir þekkingu. Það er ekki þar með sagt að trú og trúarbrögð séu endilega slæm, nei það þarf bara að færa trúnna aftur til fólksins eins og henni var ætlað frá upphafi í stað þess að hafa trúnna sem eitthvað kerfi eða bákn.
Þorum að spyrja og leita svara sjálf!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þorum við að spyrja?
4.3.2007 | 23:49
Ég heyrði einu sinni sagt að sannleikurinn setur þig frjálsan, en hvernig ratar sannleikur á veg okkar? Jú með því að spyrja og leita svara og reyna að skilja og upplýsast, já þetta virkar svona. Þegar við komust á þann stað að við viljum skilja þá getur fyrst ákveðin sannleikur sett þig frjálsan því nú skilur þú það sem var áður að angra þig. En hvernig stendur þá á því að ákveðin hópur manna þorir aldrei að spyrja eða efast eða hvað með að mynda sér skoðun, getur verið að það er ef til vill hrætt um hvað það myndi finna? Gott dæmi um þetta eru trúarhópar sem eiga það til að afgreiða hluti bara með skoðun og jafnvel setja hin margfrægu fordómagleraugu upp sem hafa þau áhrif að fólk blindast og rökin eru mér bara finnst þetta, eða þetta stendur í biblíunni og málið er afgreitt án þess að það séu rök og staðreyndir til að bakka þá skoðun upp. Til dæmis er ágætis dæmi með fréttina um gröf Jesú þá eru sjálfkrafa viðbrögð trúarhópa þetta getur ekki staðist ég neita að trúa og gerir jafnvel ekkert í því að leita sér upplýsinga til að mynda sér skoðun byggða á rökum. Til dæmis í fréttinni þá er talað um að Jesú Jósefsson nafnið hafið verið mjög algengt á þessum tíma en hið sanna er að það hafa aðeins fundist tveir með þetta nafn frá þessum tíma, og eins að aðrir fjölskyldumeðlimir þeir sömu og um er getið í Biblíunni eru líka í grafhvelfingunni að það er ansi sterk rök og eflaust myndu margir sagnfræðingar vera sammála mér um það, ef þetta hefði verið einhver önnur söguþekkt persóna sem hefði fundist þá væri enginn sem myndi véfengja það.
Ég hef oft velt fyrir mér hvað valdi þessu að fólk hegði sér með þessum hætti og það eina sem niðurstaðan sem ég hef komist að er sú að fólk er hrætt við sannleikann og vill ekki rugga bátnum, en staðreyndin er sú að ekki verður nein framþróun í lífi hvers og eins nema að maður þori að spyrja og hafi vilja til að skilja. Bara smá pæling ekki tilgangur að særa neinn enn þetta hefur oft vafst um fyrir mér.
Þorum að spyrja! því annars fáum við engin svör.
Hér er linkur þar sem koma fram ýmsar upplýsingar um heimildarmyndina The lost tomb of Jesus
http://dsc.discovery.com/beyond/player.html?playerId=203711706&bclid=537085188
Bloggar | Breytt 6.3.2007 kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá hugleiðing.
3.3.2007 | 17:41
Eitt af því sem mér þykir gaman að gera er að njóta tónlistar og þá sérstaklega að fara á tónleika til að upplifa þá stemmingu sem myndast bara á slíkum viðburðum og veitir manni unað og ánægju. Okkur til lukku þá höfum við íslendingar haft nóg framboð af frábærum tónlistarviðburðum sem gleðja landann þar sem íslenskar og síðan erlendar hetjur heiðra okkur með tónlistarflutningi sínum við og við.
Af allri þeirri flóru af erlendum hljómlistarmönnum sem hafa komið til Íslands þá hef ég saknað sárt að fá ekki aðila eins og Cat Stevens ( Yufus Islam) eða hvað með Paul Simon og Art Gartfunkel. Ekki fyrir löngu þá komu æskugoðin mín til Íslands hin frábæra 80´s hljómsveit Duran Duran og man ég í gamla daga hversu mikill rígur var milli þeirra sem hlustuðu á Duran Duran og þeirra sem hlustuðu á Wham, hvernig er með það, væri ekki upplagt að reyna að fá Wham kónginn sjálfan George Michael til að koma og trylla landan, hvernig væri að gamlir aðdáendur Wham taki sig nú saman og hvetji okkar ágætu tónleikahaldara að vinna að því að fá kappann til landsins, ég hugsa að ég myndi nú svíka lit og kíkja á kappann þótt að ég sé gamall Duran Duran fan.
Bloggar | Breytt 5.3.2007 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er Kabbalah?
2.3.2007 | 12:11
Æ fleiri hafa kosið að tileinka sér þann vísdóm sem Kabbalah býr yfir sérstaklega nú þegar fræðin eru orðin opinber öllum þeim sem vilja.
Kabbalah er ekki trúarbrögð heldur vísindi, ákveðin lífssýn og lífsstíll sem gefur meiri dýpt og skilning á tilveru okkar og tilgangi, gerir okkur hæfari að ná meiri framgangi og þroska í lífi okkar. Fræðin svara spurningum eins og hver er ég? Hvert stefni ég? Og er tilgangur með þessu lífi?
Kabbalah kennir okkur að víkka sjóndeildarhringinn og sjá hlutina í nýju ljósi.
Fyrir áhugasama þá hefur Kabbalah.is sem er áhugamannafélag um Kabbalah hug á að flytja inn kennara frá Kabbalah Center í London sem er sú sama og Madonna stundar lærdóm hjá.
Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um vísdóm Kabbalah þá getur þú skráð þig á opin fræðslufund án nokkurra skuldbindinga.Áhugasamir geta skráð sig á http://kabbalah.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bravó Bubbi!
1.3.2007 | 17:29
Ég hef lengi vel verið Bubba fan eins og það er sagt og ég gleymi seint þeim fyrstu tónleikum sem ég fór á með kónginum í samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum og þá var hann nýbúinn að gefa út hina frábæru plötu Kona sem er ein af mínum uppáhaldsplötum með Bubba.
Ég samgleðst með Bubba með þennann sigur og það gleður mig að enn sé hægt að verja sitt einkalíf ef maður vill það á annað borð og sé ekki að senda myndir af sjálfum sér í séð og heyrt.
![]() |
Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með sól í hjarta : )
1.3.2007 | 15:10
Það kemur yfir mann góð tilfinning þegar sólin fer að láta bera meira og meira á sér og minna okkur á að sumarið nálgast nær og nær og ekki er laust við að tilhlökkun fæðist fram hjá manni eftir að grasið fari að grænka og tréin klæðist laufum á ný og allt verður svo lifandi og fallegt.
Ísland er yndislegt land þótt stundum gleymi maður kostum þess í svartasta skammdeginu en þegar vetur konungur ræður ríkjum þá er nauðsynlegt að hafa sól í hjarta til að lýsa upp skammdegið og færa ljós inní líf annara og gefa af sér þá verður lífið svo miklu skemmtilegra.
Eins og meistari Megas orðaði þetta svo skemmtilega: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.
Kveðja,
Sólargeislinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jesú og fjölskylda.
26.2.2007 | 21:41
Þetta er afar áhugaverð frétt og ef satt reynist að Jesú og fjölskylda hvíli í Ísrael, það væri ein stærsta frétt í sögu mannkyns og myndi hrista uppí öllu.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255740
Bloggar | Breytt 27.2.2007 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hugsum lengra!
26.2.2007 | 09:57
Í gegnum tíðina hafa íslendingar þurft að læra að vera mjög sveiganleg og dugleg þjóð í harðbýlu landi þar sem í mörg herrans ár var takmarkið eitt að komast af og það í sjálfu sér hefur mótað þann skemmtilega karakter þjóðarinnar sem má lýsa með þeim hætti , dugnaður, aðlögunarhæfni, sjálfstæði. En hin íslenska þjóð hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar og framfarir sem er farið að ýta okkur í þá átt að nauðsynlegt sé að mynda okkur framtíðarsýn eða að þora að hugsa lengra og móta okkar framtíð sem aldrei fyrr. Ísland er allt í einu orðin þjóð sem tekið er eftir og æ fleiri kjósa Ísland sem ákjósanlegan kost til að setjast að því er mikilvægt fyrir okkur að móta skýra stefnu og meðtaka það að við erum ekki lengur eyland heldur alþjóðlegt samfélag sem hefur ómetanlegt tækifæri að verða fyrirmyndarþjóð þar sem manneskjur búa við jafnrétti hvort sem þeir séu menn eða konur, hvítir,gulir,svartir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og alla þá litríku flóru sem mannkynið er. Ísland á að nota þetta einstaka tækifæri sem hefur skapast vegna þeirrar einangrunnar og smæðar þjóðar okkar þótt það sé nú að verða liðin tíð.
Ísland best í heimi!
Bloggar | Breytt 28.2.2007 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tala meira borga minna!
14.2.2007 | 12:40
Ég skipti um farsíma fyrirtæki fyrir þó nokkru síðan þar sem ég sá fram á að þurfa ekki að borga mánaðargjald sem er kostur ef maður notar símann ekki mjög mikið, en fyrir skemmstu þá fékk ég í hendur bréf frá Sko þar sem mér er tjáð að ef notkun símans er ekki yfir 990 kr á mánuði þá skerðist sú innneign niður sem er til staðar svo að maður þurfi að kaupa inneign í hverjum mánuði til að fá að nota þjónustu fyrirtækisins er þetta leyfilegt að breyta skilmálum svona eftir á? jæja en það virðist allt vera leyfilegt á Íslandi. Allavega á sú speki ekki við lengur að tala minna= borga minna heldur tala meira borga minna allt í þágu neyslusamfélagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dæmalaust hvað mannskepnan getur verið hugmyndarík og yndisleg og kemur manni sífellt á óvart og ég get ekki neitað því að bros fæddist fram hjá mér við lestur þessarar fréttar. Maðurinn er ávalt að reyna að kaupa sér styttri leið að sínum markmiðum og í raun hefur skapast heill iðnaður í kringum það þar sem fyrirtæki bjóða gervi lausnir, fólk sem er of þungt kaupir sér pillu sem virkar ekkert í staðinn fyrir að hunskast í líkamsrækt og þeir sem vantar fé eyða oft tímanum í svona vitleysu í staðinn, hann hefði betur nýtt tímann í að vinna í stað þess að eyða tíma í að fara yfir tíu tonn af pósti og ræna viðtökum af þeirri ánægju að fá póstinn sinn þó eflaust séu sumir sem söknuðu kannski ekkert að fá gluggapóst.
Það hefur yfirleitt sannast að það reynist betur að takast á við vandamálin af festu og gera sér markmið til að stefna að eins og fyrirsögnin segir " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd"
![]() |
Með 10 tonn af pósti heima hjá sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.2.2007 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)