Hvað er Fíkn?
19.3.2007 | 14:39
Ég hef oft verið að velta fyrir mér fyrirbærinu fíkn og þá í tengslum við sálarlega fíkn, hver er drifskraftur fíknar og hvaðan kemur hún og hvers vegna fíkn blindar augu þeirra sem fyrir henni verða. Það eru til allskonar fíklar, áfengis, eiturlyfa, matarfíklar, kynlífsfíklar ásamt fleiri flokkum, en sá flokkur sem ég vill einblína á núna er hópur sem hefur stundum alveg gleymst það er hópurinn trúarfíklar.
Skilgreining á fíkn: Er hugtak sem er notað yfir einstakling sem endurtekur sífellt skemmandi hegðun, sálfræðileg fíkn felur í sér vellíðunartilfinningu og áframhaldandi neyslu til að forðast vanlíðunartilfinningu.
Það er mín skoðun að fíkn er flótti frá vandamáli eða óþægilegum hlutum sem einstaklingurinn vill ekki takast á við eða þorir ekki að horfast í augu við, ávöxtur fíknar er algjör ringulreið og óreiða þegar hún nær hámarki öll rökhugsun og skynsemi hverfur, fíknin kemur beint úr sjálfinu okkar eða sjálfselsku og er meðal ástæðan fyrir því að fíklar miða allt við sig fyrst og fremst, eða að svala fíkninni fyrst sama hvað það kostar og jafnvel þótt það komi niðri á öðrum og sjálfu sér. Hvernig getur maður hætt að vera fíkill? Með því að taka ábyrgð á lífi sínu og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þú sért ekki fórnarlamb heldur að þú hafir lykilinn í höndum þér að þínum örlögum hvort sem þau eru slæm eða góð, leita sér hjálpar þegar augun hafa opnast. Þrátt fyrir góðan ásettning margra til að hjálpa fíklum þá byrjar og endar lækningin fyrst og fremst hjá fíklinum sjálfum.
Vil ekki heyra, vil ekki sjá, vil ekki segja frá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góða helgi.
16.3.2007 | 11:08
Jæja þá mun undirritaður láta ljós sitt skína í kvöld og annað kvöld með því að troða upp og skemmta kópavogsbúum ásamt öðrum á Café Catalinu við Hamraborg. Þanning að það verður lítið um blogg færslur um helgina. Ég óska öllum góðarar helgar og látið nú ljós ykkar skína við hvort annað og munum að ef við smælum framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.
Kveðja,
Hermann Ingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vel heppnaður fundur.
15.3.2007 | 12:57
Var í gær á fræðslufundi um visku Kabbalah, þar sem ræðumaður var Chagai Shouster kennari hjá The Kabbalah Center í London. Fræðin eru virkilega áhugaverð og eiga fullt erindi við íslendinga og alla þá sem vilja stækka sjóndeildarhringinn.
Mæli með þessu,
Kveðja,
Hermann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðslufundur um Kabbalah.
13.3.2007 | 12:52
Miðvikudaginn 14. mars 2007 verður haldin kynningarfundur kl. 20:00 um fræði Kabbalah í Sjálfstæðishúsinu við Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.
Farið verður yfir helstu atriði Kabbalah og með hvaða hætti sú viska á erindi í okkar líf í dag.
Ræðumaður verður Chagai Shouster sem er kennari hjá The Kabbalah Center í London,
fundur fer fram á ensku.
Ef þú hefur áhuga á að koma á fundinn þá getur þú skráð þig www.kabbalah.is
Kabbalah er ekki trúarbrögð eða trú, heldur tæknilegar upplýsingar fyrir sál mannsins.
Bloggar | Breytt 14.3.2007 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fasteignaverð á uppleið.
12.3.2007 | 17:18
Frá því að Kaupþing tilkynnti að þeir ætluðu að bjóða á ný 100% íbúðarlán fyrir þá sem eru að útskrifast úr háskólanámi að þá hefur Glitnir komið fram með nýjung sem er hljóðar þannig að lántaki getur fengið 90% lánað af markaðsverði eignar meðan aðrir miða við brunabótamat og lóðarmat, svona á þetta að vera virk samkeppni þar sem fyrirtækin þurfa að svara strax og koma fram með nýjungar og bættari kjör fyrir viðskiptavinina til að halda sér í framlínunni, mætti bara sjást víðar og ef það væri alvöru samkeppni á t.d. matvælamarkaði og hjá olíufélögunum þá myndi kjör hér batna gríðarlega.
Frá greiningardeild Kaupþings.
Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar.
Greiningardeildin bendir á nýjar verðbólgutölur Hagstofunnar máli sínu til stuðnings og segir aukna samkeppni á íbúðalánamarkaði hafa skilað sér í aukinni eftirspurn húsnæðis og þar með sett þrýsting á áframhaldandi hækkun fasteignaverðs á næstu misserum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Where the mind and matter meet!
11.3.2007 | 17:15
Áhugaverður fyrirlestur um hvernig hugsanir eða hugsunarmynstur getur haft áhrif á líf einstaklings og með hvaða hætti við getum haft jákvæð áhrif á líf okkar.
Smelltu hér til að hlýða á fyrirlestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Cat Stevens / Yufus Islam
11.3.2007 | 13:14
Í gegnum tíðina hefur Cat Stevens verið einn af mínum uppáhalds lagahöfundum enda er hann frábær tónlistarmaður og ég verð að játa að maður varð svolítið svekktur þegar hann hætti á sínum tíma, enn til allra lukku þá hefur hann ákveðið að taka þátt í leiknum á ný og gaf út plötu á ný á síðasta ári sem var bara góð svo að verður gaman að fylgjast með honum áfram.
Hérna er hægt að sjá skemmtilega heimildarmynd um kappann.
Tónlist | Breytt 12.3.2007 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
What a bleeb do we know?
8.3.2007 | 21:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áhugaverð mynd.
8.3.2007 | 12:06
Ég setti link á mynd sem heitir The secret og hefur skemmtilegar pælingar endilega kíkið á hana.
er búinn að setja nýjan link inn þar sem hinn var dottinn út
Smelltu hér til að horfa á mynd.
Bloggar | Breytt 10.3.2007 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íbúðalán hækka á ný.
7.3.2007 | 22:44
Nú er það orðið formlegt að 100% íbúðarlán eru komin í umferð á ný 100% lán til þeirra sem eru að útskrifast úr háskólanámi og væntanlega er ekki langt að fleiri fylgi eftir, íbúðalánasjóður býður nú þegar 90% lán ásamt Spron þannig að það er aukin hætta á því að þennsla fari að láta bera á sér innann skamms og bankarnir fari að berjast um að lána, þá er bara óskandi fyrir þá sem taka 100% lán að verðbólgan komi ekki í bakið á lántakanda og hækki lánin uppúr öllu valdi vegna okkar yndislegu verðtryggingar þá gæti reynst erfitt fyrir hann að verða ástfangin af öðrum banka ef hann verður þreyttur á sambandinu og hvað þá að segja upp sambandi við þann slíkan banka, þar sem enn eru nokkrir bankar sem hafa sérskilyrði fyrir veitingu láns að öll önnur viðskipti fylgi með í kaupunum og ef viðskiptavinurinn verður leiður á sínum fyrrverandi félaga þá hækkar hann bara vextina. Hvar er frjálshyggjan í því ég bara spyr? Annars er alltaf gott velja sér góðan félaga (banka) strax í byrjun
Bloggar | Breytt 8.3.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)