Færsluflokkur: Bloggar

Ganga okkar um hinn andlega veg.

 ganga                                 

Í hinum fullkomna heimi þá væru allir stöðuglega að vinna að góðgerðar og andlegum málum og nota tíma sinn í það að þroskast andlega og stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum.  En svo er það nú ekki, skyldan kallar á okkur, við þurfum að borga reikningana okkar, sinna öllu því sem þarf að sinna í hringiðju okkar daglega lífs, sem heldur okkur vel við efnið og tekur mest allan okkar tíma.  Og loks þegar tími gefst til að sinna andlegum lærdómi og iðkun þá kann okkur að finnast að við höfum dregist of mikið afturúr til að halda áfram. 

Ef þú ert ein(n) af þeim sem að finnur sig heima í þessu, þá hef ég fréttir að færa!  Svo lengi sem það er þrá innar með þér til að finna hinn rétta veg til að ganga eftir, þá ert þú nú þegar á honum, ef það er þrá þá mun lífið leiða þig áfram á þá staði sem þú þarft að finna og fara á.

Í dag, taktu nokkur skref áfram á þessari andlegu braut sem þú ert nú þegar á.  Framkvæmdu eitthvað góðverk sem er án nokkur skilyrða eða skuldbindinga, ef þú færð hugdettu að góðverki, framkvæmdu það án þess að hugsa allt of mikið um það og ekki væntast þess að fá neitt til baka.  Því stærri framkvæmd, því stærri skref muntu ganga fram á við á þinni andlegu göngu.


Á ég að vera, á ég að fara?

á ég að staldra Á ég að vera eða á ég að fara?  Spurningin endalausa.  Í samböndum, störfum, borgum - við höfum öll þurft að staldra við krossgötur og þurft að finna svar við þeirri spurningu.  Og hversu oft höfum við hafið göngu á nýrri braut aðeins til þess að horfa til baka með eftirsjá?

Á okkar göngu í lífinu, þá er það undir okkur komið að spyrja spurninguna hvort að þessi starfsframi, elskhugi sé kominn á leiðarenda - eða hvort þetta sé eitthvað til að berjast fyrir.  Spurningin sem lögð fram er, " er ég að stimpla mig út af einhverju smáatriði?  Við getum verið með hina fullkomnu manneskju, eða verið í vinnu sem er sérsniðin fyrir þig, og gefist upp útaf einhverju lítilfenglegu sem gerðist sem jafnvel enginn man eftir mánuð eða ár fram í tímann.

Hvaða braut ert þú að hugsa að skilja að baki í dag?  Líttu til baka og spyrðu sjálfan þig hvort þú sért að taka saman þitt hafurtask af réttum ástæðum? Í dag er tækifærið þitt til þess að stíga skref fram á við, eða koma þér aftur fyrir á þeirri hlaupabraut sem þú hefur hafið þitt hlaup nú þegar.


.


Er svolítill sporðdreki í þér?

SporðdrekiNú erum við stödd í mánuði sporðdrekans sem á það til að senda neikvæða strauma út í andrúmslofið og venjulega fylgja straumar dóms í kjölfarið sem reyna að fá okkur til að verða meira dæmandi og fá okkur til að stinga eins og sporðdreki.  En eins og kabbalistar segja að þá er líka einstakt tækifæri til að skerpa  hug okkar til þess að verða meira upplýst og meðvituð.  Við höfum val um tvennt: að verða hluti af neikvæðni, eða að fara andlegu leiðina og yfirstíga eðli okkar sem vill stöðuglega leggja dóm á aðra.
 Í dag, æfðu þig í því að fyrirgefa og sýna fólki miskunnsemi og kærleik.  Trúðu mér það eru ótal tækifæri og góð og gild rök til að leggja dóm á fólk, en það er bara hreinlega ekki þess virði vegna kostnaðar þess aðskilnað sem það veldur.  Svo nú er upplagt að skrúfa upp miskunnsemina, og leitast við að skilja þann sársauka sem liggur að baki og fær fólk til að hegða sér kjánalega, og vertu viljugur til þess að gefa stundum undan í stað þess að dæma og svara til baka.  Þú munt verða mun hamingjusamari á endanum.


Hver skrifaði biblíuna?

Undanfarið hefur verið mikil umræða um nýja þýðingu á biblíunni og hversu áræðanleg hún er og það er greinilegt að sitt sýnist hverjum í þessum málum,  í ljósi þess þá langaði mig að setja hér skemmtilega heimildarmynd þar sem er skoðað ofan í kjölinn hver skrifaði biblíuna útfrá sagnfræði og sögulegu samhengi, kemur með skemmtilegan vinkil á annars viðkvæmt málefni.


Eigi getur þú gefið það sem þú ekki átt!

gefðu Þegar þú ert spurð(ur) hvað þú vilt fá útúr lífinu, þá svara flestir: hamingju, ást, traust og virðingu og svo framvegis.  Samt sem áður eru flestir sem eru ekki alltaf tilbúinn að vinna þá vinnu sem til þarf til að eignast meiri hamingju, ást o.s.f.  Þú getur aðeins gefið af því sem þú átt og hefur.  Ef að einhver er neikvæður og fullur af efasemdum, getur hann þá gefið af sér eftirvæntingu og bjartsýni?  Ef einhver er þunglyndur, getur hann þá veitt innblástur af gleði og hamingju?

Í dag, settu mark þitt á það sem þú vilt fá útúr lífinu.  Æfðu þig í því að verða það sem þú óskar eftir.

 


Landaðu þeim stóra!

Sá stóriÞað vekur oft furðu mína hversu smátt við hugsum oft á tíðum.  Alheimurinn er stöðuglega að leggja á borð fyrir okkur gnægðarborð með varanlegum gæðum svo við getum lifað uppfylltu lífi, samt sem áður þá sættum við okkur stöðuglega við leifarnar.

Ég heyrði eitt sinn sögu af manni sem fór að veiða einn daginn.  Eftir að hann var búinn að landa einum, þá tók hann fiskinn og mældi með reglustiku og ef fiskurinn var stærri en reglustikan sem hann var með þá kastaði hann fiskunum aftur í vatnið.  Í lok dagsins þá hafði hann hent þó nokkrum fiskum í vatnið og annar veiðimaður sem stóð ekki langt frá undraði sig á þessu og ákvað að ganga að honum og spyrja hann útí þetta.  Og maðurinn svaraði, "jú sjáðu til að potturinn sem ég á er ekki breiðari en 20 cm. Ég hef enginn not fyrir stærri fisk."

Lífið vill færa okkur allar góðar gjafir, en á meðan við erum föst í okkar litlu þrám og hugsunum, þá er eins og við séum að henda góðu gjöfunum frá okkur.

Í dag, hugsaðu uppá nýtt hvað það er sem þú vilt fá útúr lífinu.  Stækkaðu ker þitt, þínar þrár.  Ímyndaðu þér að þú getir gert allt og getur fengið allt og leyfðu sjálfum þér að hafa það hugrekki að fara á eftir þínum þrám.

 


Hvað skilaboð ert þú að senda frá þér?

Eitt af því sem við verðum að muna að við erum ávallt að senda skilaboð frá okkur með einum eða öðrum hætti.  Þeir hæfileikar og hvatning sem við fæðumst með var skapað til þess að deila og gefa með öðrum.

Sem dæmi, þegar þú skilur hálfklárað verk eftir þá ertu í raun að hindra ljós og blessun sem var ætluð öðrum til að færa ljós í þeirra líf.

Í dag,  leggðu þig fram og settu hug þinn allan í það verkefni sem situr eftir óklárað á hillunni einhverstaðar.  Þú veist aldrei hvað líf þú getur bætt eða bjargað með því að klára það sem þú byrjaðir á.   

29CATAXV0KCAGFLPMVCAAAXQS1CA679WP1CAR42Z8VCAP0QO0QCAP5BX8LCAMKUUFYCAZZ4VYMCA6890NACADACFT7CASRHF30CADZ1L5FCAV7RUHDCALO5235CAJT90HNCA7GMK7QCAFDSBNQ


Þú skapar kraftarverkin ekki guð!

Kraftur til kraftaverka stendur okkur til boða sérhverja stund.

Kraftaverk

Það eru mörg praktísk skref sem þú getur stigið til að nálgast þennan kraft.  Þau hafa það öll sameiginlegt að finna eftirvæntingu og fegurð í endanlegum og varanlegu gjöfum Skaparans.  

- Byrjaðu daginn með þakklæti.

- Áttaðu þig á því að lífið sjálft er kraftaverk.

- Sjáðu og viðurkenndu stórfengleika og undur náttúrunnar.

- Leitaðu eftir Ljósi, eða því besta í fari allra þeirra sem þú hittir.

- Reyndu að sjá ljós í öllum hlutum og kringumstæðum.
 

Æfðu þig í þessum fimm skrefum í dag og þú munt hafa kraft kraftaverka með þér í liði.  Skapaðu síðan það sem áður kunni að vera óhugsandi fyrir þig sjálfan, ástvini þína, og alls heimsins.


Vertu vinur í raun!

vináttaSú ráðgjöf sem við veitum vini er mikil ábyrgð, eitt af því sem mörg okkar taka of létt.  Orð hughreystingar geta breytt lífi þess sem hlýðir á, og með sama hætti getur niðurrif og dæmandi orð og framkoma skilið eftir sig mikinn skaða.

Í dag er það mikilvægasta sem við gerum er að vinna að því að vera betri vinir.  Leggur þú þig fram við að hlusta eða ertu bara að draga ályktanir?  Eru leyndar fyrirætlanir með þinni ráðgjöf?

Þumalputtareglan er sú að þér þykir sannarlega væntum þá manneskju sem leitar til þín.




 


Hlustaðu!

hlustaðu

 Þegar ættingjar og vinir leita til okkar með þá hluti sem þau eru að glíma við, þá höldum við oft að við þurfum að tala til að leysa vandann.  Samt sem áður, með því einu að ljá eyra og hlusta, þá leysast oft hlutirnir að sjálfu sér. 

Hver er hvatinn sem fær okkur til að tala, laga og ráðfæra?
 

 

Í dag, vertu hljóður, og stattu gegn þeirri freistingu að tala þegar einhver leitar til þín með sín vandamál.  Vertu einfaldlega sterk öxl til að styðja sig við, hafðu opið eyra til að hlusta og kærleiksríkt hjarta.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband