Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Hverjar eru tvær helstu hindranir kærleiksins?
31.7.2007 | 18:57
Hverjar eru tvær helstu hindranir kærleiksins?
Óþolinmæði og skortur á umburðarlyndi.
Í stað þess að þrengja okkar skoðunum á konur okkar, kærasta, félaga eða á vini okkar, þá er betra að taka höndum saman við fólk sem hugsar ólíkt okkur sjálfum, og vinna saman að því að útbreiða blessun og ávinning fyrir allt mannkyn
Í dag, láttu þessi orð leiða þig:
Að fjarlægja óeiningu á milli allra manna krefst þess að binda enda á allt hatur í garð þeirra sem hafa aðra skoðun eða lífssýn en við sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leyndar fyrirætlanir!
29.7.2007 | 10:10
Ef við erum algjörlega heiðarleg við okkur sjálf, þá getum við séð að mikið af þeim tilvikum sem við gefum og deilum með okkur þá er það ekki alltaf án skilyrða, við ætlumst til að fá eitthvað í staðinn þótt að við segjum það ekki þá erum við að hugsa um það.
Við hugsum yfirleitt þannig að þegar við gefum t.d. pening þegar við eigum kannski ekki of mikið sjálf, eða gerumst sjálfboðaliðar þegar það hitti ekki sem best á hjá þér, þá hugsum við oft og ætlumst til að þá fáum við það launað til baka og eitthvað gott komi í okkar veg útaf ég lagði allt þetta nú af mér.
Sannleikurinn er sá að aðeins þegar við náum þeim hugsunarhætti að yfir höfuð þá skiptir það okkur ekki í máli hvort við fáum það til baka sem gáfum sem þýðir í raun að gefa án skilyrða, það er í raun tíminn sem þér verður umbunað og þú færð margfalt til baka.
Þegar þú gefur af þér í dag, hugsaðu með hvaða hugafari þú ert að gefa, eru leyndar fyrirætlanir á bak við?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn okkar er verðmætur!
26.7.2007 | 22:46
Tíminn okkar er verðmætur.
Ímyndaðu þér ef að andi líkt og í aladdin ævintýrinu myndi poppa upp á tölvuskjánum þínum á hverjum degi og gæfi þér hundrað milljónir króna. Einu skilyrðin fyrir gjöfinni væru sú að yrðir að vera búin(n) að eyða þeim áður enn þú leggst til svefns á hverju kvöldi. Með sama hætti útdeilir skaparinn lífinu til okkar. Hver stund er tækifæri til að læra eitthvað nýtt og spennandi, sérhver mínúta tækifæri til að klífa hærra, hver sekúnda til útvíkka þína tjaldhæla.
Ráðstafaðu tíma þínum skynsamlega í dag. Tilboðið gildir aðeins.....gæti runnið úr greipum þínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rís þú upp!
25.7.2007 | 23:38
Kabbalah útskýrir að í okkar lífsins göngu þá er aldrei lagt meira á okkur en við getum höndlað.
Þegar þú finnur þig á þeim stað að þú getir hreinlega ekki tekið við meira, þá er það gott! Ekki sætta þig við það lengur, víkkaðu út sjóndeildarhringinn, horfðu út fyrir þín takmörk, þitt ker, þinn eiginleika að meðtaka, halda og eiga, svo að þú getur risið uppúr því sem vill þrýsta þér niður og víkkað út þitt ker svo þú getir haldið áfram að vaxa og dafna.
Á hvaða sviði lífsins vilt þú rísa upp? Hvernig getur þú hvatt þig áfram til þess að verða allt það sem þú getur orðið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er ekki tími tilkominn að tengja?
25.7.2007 | 18:54
Eins og margir vita þá held ég út vefsíðu sem er www.kabbalah.isog tilgangurinn með henni er að skapa vettvang fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða, bæði til að bæta sitt líf og annarra. Nú þegar styttist í það að sumarið klárist og haustið taki við þá er margt skemmtilegt framundan og margir spennandi hlutir í deiglunni.
14. ágúst þá ætla ég að hafa opið hús fyrir þá sem hafa áhuga á að stuðla að jákvæðum breytingum í lífi okkar og í þjóðfélaginu, ég hef rekið mig á það hér á blogginu að það er fullt af fólki sem vill láta gott af sér leiða og eins að kynnast öðru fólki sem er með sömu lífssýn.
Þeir sem eru áhugasamir geta sent mér póst á hermann@kabbalah.is
Með bestu kveðjum og tilhlökkun að heyra frá ykkur.
Kv. Hermann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Farðu skrefinu lengra!
24.7.2007 | 21:11
Kabbalah talar um að þrýstingur og álag séu af hinu góða. Þetta snýst um ljósorku skaparans sem úthellist yfir þig til að þrýsta á þig til að breytast og þroskast. Það mun ýta þér í þá átt að taka skrefinu lengra að fara fram úr væntingum þínum. Hvernig stækkar þú þitt ker eða þín þolmörk? Með því að fara skrefinu lengra. Ef þú deilir alltaf því sama og leggur alltaf passlega mikið af mörkum þá munt þú staðna.
Það er þetta aukaskref sem þú tekur, þegar þú gefur örlítið meira af þér, þegar þú leggur örlítið meira á þig til að blessa aðra, þegar þú reynir að hafa örlítið meiri áhrif, þegar gerir örlítið meira en ætlast er til af þér.
Með hvaða hætti get ég sterkt á mínum þolmörkum í dag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð spurning!
23.7.2007 | 20:29
Það skiptir ekki máli hversu andlegur, góður eða hversu framsækinn þú ert, þá munt þú verða fyrir einhverju á leið þinni sem rekst á þig og þú þarft að horfast í augu við. Það er hluti af leiknum, ef þú þarft aldrei að hafa fyrir neinu þá munt þú heldur ekki njóta þess sem verður á vegi þínum.
Næst þegar þú verður fyrir neikvæðri upplifun í samskiptum við annað fólk, spyrðu þá sjálfan þig að þessu, hví var þessi einstaklingur sendur inní líf mitt? Hvaða lærdóm má ég draga frá þessu til að bæta mitt eigið líf og þroskast til að verða betri sál?Og ef þú færð enga niðurstöðu í þetta, þá spyrðu sjálfan þig að minnsta kosti að þessu, er það virkilega þess virði að láta sársauka og eymd að viðgangast bara til að fá mínu framgegnt?
Góð spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki hlaupast undan!
20.7.2007 | 19:12
Vísindi og Kabbalah eru sammála um eitt: því meiri sem mótstæðan er, því meiri ljós verður opinberað. Hvort sem við erum að tala um ljós útfrá ljósaperu eða ljósorku skaparans, það gilda sömu lögmál í báðum tilfellum.
Einkum og sér yfir júlí mánuð, mótstaðan þarf að vera það fyrsta eða það eina sem við hugsum um.
Leiðrétting: Þau vandamál sem þú ert að hlaupast í burtu frá, þá ertu að hlaupa í ranga átt. Hlauptu á móts við það sem þú þarft að eiga við, umfaðmaðu það og taktu á því. Það er uppfylling og verðlaun sem eru hulin í því sem þú vilt hlaupast í burtu frá.Í dag, veldu eitt af því sem þú hefur verið að forðast og horfðu í augu við það og taktu á því. Hafðu styrkinn til að heyra það sem kann að vera sársaukafullt, gera það sem er óþægilegt, og finna það sem kann að vera óþægilegt.
Þig mun undra hver launin munu verða ef þú tekst á við það sem þú vilt hlaupast undan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað get ég gert?
17.7.2007 | 20:08
Öll höfum orðið var við og séð allan þann sársauka sem er allt í kringum okkur og útum allan heim. En samt sem áður eru ekki allir sem láta það skipta sig máli.
Við getum verið sú manneskja sem leiðir ábyrgðina frá sér og bendir á stjórnamálamenn og stofnanir að þeir þurfi nú að fara að taka á þessum málum, eða við getum verið sú manneskja sem spyr, hvað get ég gert?
Í dag þá skora ég á þig að finna einhverja manneskju sem þú getur látið líða betur í dag. Vertu hvetjandi og umhyggjusamur til að taka meiri þátt í lífi þeirra.
"Hvað get ég gert?" Miklu meira en þú heldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Læknum heiminn!
14.7.2007 | 19:36
Hugsum sem svo að húsið þitt sé að brenna og þú hefðir aðeins tíma til að bjarga örfáum hlutum úr brennandi húsinu. Myndir þú segja við sjálfan þig, "ef ég get ekki bjargað öllu þá er alveg eins gott að láta allt brenna".
Við getum heimfært þessa hugsun við þá ringulreið og sársauka sem er í heiminum í dag. Við getum ekki fjarlægt allan sársaukann eða ringulreiðina sem er í heiminum en við getum lagt okkar af mörkum að gera hann betri. Viska Kabbalah kennir okkur það að jafnvel ef við getum aðeins hjálpað einum einstakling, þá er það eins og við hefðum bjargað öllum heiminum. Ef allir reyna að leggja sig fram og hjálpa aðeins einum einstaklingi til að eignast betra líf þá yrði heimurinn fljótur að breytast til batnaðar.
Hverjum getur þú hjálpað í dag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)