Færsluflokkur: Bloggar
Til hamingju með daginn!
13.9.2007 | 14:14
Í dag er mikilvægasti dagur ársins. Aftur!
Þetta er fyrsti dagurinn í nýju kabbalisku ári. Mannkynið (sál mannsins) er 5768 ára gamalt í dag. Og sem hluti af mannkyninu þá átt þú afmæli í dag. Þar að segja frá því að sál þín fæddist.
Í hinum efri heimum þá er verið að fara yfir okkar skjöl til að meta og dæma okkar gjörðir og orð sem við höfum framkvæmt og látið falla- þær ákvarðanir sem við hefðum getað gert með öðrum hætti, þau orð sem við höfum látið falla þegar við hefum getað valið betri orð, sá tími sem við hefðum getað nýtt betur en kusum að sóa. Svo í neðri heimum eða á jörðinni, þá gætir þú fundið fyrir þunga, spennu og jafnvel sársauka þegar þú átt í samskiptum við aðra í dag og á morgun.
Á sama hátt og sáðkornið innheldur allar upplýsingar um hversu stórt tréð verður, hversu margar greinar það mun bera, hversu mikinn ávöxt það mun bera. Þá hefur þú tækifæri í dag til að planta niður sáðkornum sem muna stuðla að jákvæðum breytingum fyrir næsta ár í lífi þínu. Svo að okkar takmark í dag er að hegða okkur með þeim sama hætti í dag og þú vilt sjá líf þitt verða allt næsta ár og hugsa aðeins jákvæðar hugsanir í dag og á morgun - þrátt fyrir að það sé andrúmsloft uppgjörs og dóma sem kemur af ofan í dag og á morgun. Plantaðu þá samt sem áður eins mörgum jákvæðum sáðkornum og þú getur fyrir þetta ár.
Hvernig fer ég að því? Vertu glaðari, rólegri, vertu sjálfsöruggur og meira tengdur við Ljósið en þú heldur að sé mögulegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Notaðu daginn vel!
12.9.2007 | 19:53
Í dag er mikilvægasti dagur ársins. Í orðsins fyllstu merkingu.
Til að útskýra hvað ég á við þá er dagurinn í dag sá síðasti í kabbalisku dagatali. Þetta er upplagt tækifæri til að binda lausa enda og ljúka því sem þú hefur slegið á frest, t.d. ef þú hefur frestað að biðjast afsökunar á því sem þú veist að þú hefðir átt að gera en hefur slegið á frest, hugleiða þá hluti sem þú vilt að komi í líf þitt á næsta ári. Í sannleika sagt þá höfum við nokkrar stundir til að gera hreint fyrir okkar dyrum áður en tjaldið fellur niður á árið sem er að líða og tjaldið lyftist upp fyrir nýja árinu.
Ef þú hefur ekki heyrt af þessu áður, ekki hafa áhyggjur, notaðu þann tíma sem eftir er af þessu ári og gerðu tvo lista: Einn sem inniheldur allt það sem þú vilt fjarlægja úr lífi þínu, og einn sem innheldur allt það sem þú vilt að komi í líf þitt, hvort sem það sé í lífi þínu eða ekki. Þessir tveir listar munu verða leiðarljós fyrir þig fyrir næstu komandi daga. Og vertu óhrædd(ur) það er ekkert sem að meitlast í stein og þú getur ávalt breytt þínu lífi.
En eins og sagt er " ef þú veist ekki hvert þú stefnir, hvernig munt þú þá komast á leiðarenda?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viltu vita leyndardóminn til þess að fá svör við öllum þínum bænum?
11.9.2007 | 22:10
Viltu vita leyndardóminn til þess að fá svör við öllum þínum bænum?
Biddu fyrir öðrum fyrst!
"... Sá sem biður fyrst fyrir náunga sínum mun uppskera það að hans bænum verður svarað." Tilvitnun úr The Zohar.
Í dag, hugsaðu um það að elska náungan eins og þú elskar sjálfan þig. Og hugleiddu og sendu góðar hugsanir og bænir til þess sem þarf á hjálparhönd að halda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óreiðu kenningin
10.9.2007 | 21:45
Í gegnum tíðina hafa veðurfræðingar og vísindamenn reynt að skilja hegðun veðursins í þeirri von að geta sagt betur fyrir um hegðun veðursins sem breytist stöðuglega og gerir veðurfræðingum oft erfitt fyrir. Eitt af því sem vísindamenn hafa komist að í þeirri leit er kenning sem kallast óreiðukenningin, og fjallar um að öll svæði jarðarinnar hafa áhrif á veðurfar hvors annars. T.d. þegar fiðrildi blakar vængjum sínum í Kína þá getur það hrint af stað fellibyl í Florída. Ímyndið ykkur að eitt lítið fiðrildi geti haft slík áhrif á milljónir manna.
Það sama á við okkar andlegu hegðun. Neikvæð hegðun eins aðila getur hrundið af stað fellibyl af neikvæðni sem geta haft áhrif á milljónir manna, eins getur jákvæð hegðun hrundið af stað blessun fyrir allan heiminn.
Í dag hugsaðu þá um með hvaða hætti þín hegðun er að hafa áhrif á þitt umhverfi og jafnvel heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Streituprófið.
8.9.2007 | 12:03
Flest okkar getum auðveldlega meðtekið þá hugmynd að það sé til skapari og að aðlögunarlögmálið sé virkt í alheiminum þegar allt gengur okkur í hag ekki satt?
En við getum líka jafn auðveldlega efast um tilveru skaparans, þegar lífið sendir skyndilega hindrun eða erfiðar kringumstæður sem koma okkur skyndilega í erfiða stöðu. Kabbalistarnir kenna okkur það að hreinlega allt sem við förum í gegnum lífið bæði gott og slæmt sé í raun próf. Ef við höldum fullvissu okkar við Ljósið þegar prófið kemur, þá munum við standast það og ljósið mun vinna í þágu okkar 100% alla daga og alla nætur.Það er auðvelt meðtaka þessa staðreynd en ekki eins auðvelt að lifa eftir henni. Æfðu þig í dag með því að skoða þær áskoranir sem þú mætir með þessu ljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju?
7.9.2007 | 23:09
Í biblíunni er sagt frá því að" Adam þekkti Evu og Eva fæddi Kain" ( 1 Mósebók 4.1) Adam knew Eve and Eve bore Cain
Orðið þekkti sýnir okkur það að þekking er tengingin við ljósið. Upplýsingar einar og sér bera í sjálfu sér engan kraft. Að vita með fullvissu eða þekkingu það er kraftur. Þetta er ástæðan fyrir því að uppáhalds spurning kabbalista er "Af hverju?" Að taka hlutum eða ritningunni blindandi mun aldrei virkja þá blessun sem við leitum að.
Spurðu spurninga í dag um lífið, um það sem þú heldur að þú vitir og skiljir í dag, og af hverju þú sért lifandi á þessum fallega degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvert ert þú að stefna - efnislega og andlega?
4.9.2007 | 17:02
Hvert ert þú að stefna - efnislega og andlega?
Getur snert á því, smakkað eða séð það? Eina leiðin til að draumar þínir getir ræst er sú að þú haldir fast stefnu að þínu marki. Annars munu þeir erfiðleikar eða hindranir sem kunna að verða á vegi þínum draga úr þínum andlega krafti og þrótti þínum að komast í mark.
"Ef þú leyfir sársaukanum að verða stærri en þín hugsjón, þá mun hugsjónin tapast og gefast sársaukanum."
Rav Ashlag.
Hafðu það á hreinu hvað þú vilt í dag. Og haltu stefnunni fast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lítill sætur froskur!
31.8.2007 | 22:58
Eitt sinn fyrir langa löngu var lítill sætur froskur sem féll ofan í risa stóra skál af rjóma. Litli froskurinn gat með engu móti komist uppúr skálinni en hélt þó áfram að spyrna frá sér í von um að komast uppúr. Hann spyrnti aftur, aftur og aftur þar til að rjóminn umbreyttist loks í smjör og þá gat litli sæti froskurinn hoppað úr skálinni á öruggan stað.
Þetta er saga um mig og þig. Við erum froskurinn. Við getum annað hvort lagt árar í bát og gefist upp þegar við mætum því sem virðist óyfirstíganleg hindrun, eða þá spyrnt frá okkur aftur, aftur og aftur þar til vanblessun umbreytist í blessun. Þú getur þó verið fullviss um það að Skaparinn okkar vill að við lifum af þær orrustur sem við lendum í, og sigrast á okkar púkum, og skiptir engu um það hversu svart útlitið kunni að vera, þá er alltaf ljós á hinum endanum á göngunum. Áskorunin okkar er sú að viðhalda okkar fullvissu og halda áfram að berjast hina góðu baráttu.
Haltu áfram að spyrna frá þér í dag. Vertu viss að það er til lausn á hverju því sem herjar að þér og virðist yfirþyrmandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hlauptu!
30.8.2007 | 10:20
Ritað er,"...og allar blessanir sem í heiminum eru mun leita þig uppi."
Þegar þú lifir í sátt og í takt við hin andlegu lögmál sem í alheimunum eru, þá laðast að þér blessanir mun fyrr en ella. Því fyrr sem þú hleypur í burt frá því sem er slæmt fyrir þig, því fyrr munu góðir hlutir hlaupa þig uppi. Þetta virkar líka í hina áttina - ´því meira sem þú gerir ekki sem þú veist að þú ættir að gera, þá mun meiri vanblessun verða lögð í fang þér.
Hlauptu í dag! Hlauptu í burtu frá öllu því sem er sjálfhverft og hlauptu þess í stað í áttina að því að hjálpa öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðir hlutir gerast þegar þú lætur verða af því!
28.8.2007 | 19:22
Við höfum öll upplifað það að hafa gefið allt í rómantísk eða viðskipta samband, til þess eins að verða BRENND! " Þvílík sóun gætum við hugsað. En viska Kabbalah útskýrir okkur það að ef við leggjum okkur fram þá knýjum við kraft að ofan sem mun færa réttu manneskjuna eða rétta samninginn inní okkar líf.
Í dag vertu viljug(ur) til fara á eftir því hvað sem það kann að vera því að góðir hlutir gerast þegar þú lætur verða af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)