Færsluflokkur: Bloggar
Er einhver sem særði þig?
27.8.2007 | 23:32
Kabbalah kennir okkur það að sá sársauki sem við drögum að okkar lífi er sá sársauki sem við þurfum til að vaxa úr grasi eða þroskast.
Í dag bið ég þig að kalla fram þá stund þegar einhver virkilega særði þig. Ég er að tala um þá minningu sem þú myndir ekki kalla fram þótt að ég myndi bjóða þér milljón krónur fyrir. Rifjaðu upp nákvæmlega hvernig þér leið þegar þessi persóna særði þig.
Kafaðu djúpt og spurðu sjálfan þig að því af hverju þessi manneskja var fyrir það fyrsta í þinni kvikmynd sem kallast lífið þitt. Af hverju úthlutaðir þú þessari manneskju þetta hlutverk í mynd þinni?
Núna er tækifæri í alheiminum fyrir þig til að skilja til botns í þessum málum og fengið skýra sýn og skilning á þeim hlutum sem sannarlega særðu þig í þínu lífi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þú ert það sem þú hugsar!
26.8.2007 | 23:31
Þúert það sem þú hugsar.
Margir undra sig á því þegar þeir komast að því að þeir eyði í raun öllum deginum í það að hugleiða. Meðvitað eða ómeðvitað, þá erum við að nota okkar dýrmæta huga annað hvort í það að fá eitthvað á heilan eða vera gagntekin af áhyggjum stórum sem smáum, t.d. af leigunni, afborgunni, heilsunni, hvað eiga að borða í hádeginu. Þú getur endalaust fyllt í eyðurnar.
Í dag tileinkaðu smá hluta af þessari orku til að hugsa um lærdóm eða kabbalisku grundvallaratriði, eitthvað sem getur í raun hjálpað þér. Kabbalistar mæla með því að eyða smá stund í því að vera einn með augun lokuð og einbeita sér á þann djúpa andlega lærdóm sem þú getur lært af þessari reynslu.
Með því að gera þetta þá undirbýr þú vitund þína að vera ávallt tilbúinn að draga lærdóm útúr því sem verður á þínum vegi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Beygðu þig niður!
23.8.2007 | 21:18
Ritað er, "ef að kona er styttri en maður sinn, þá skal maðurinn beygja sig niður til að tala við hana."
Í daglegu tali er merkingin sú að við eigum að mæta fólki á þeim stað sem það er - með þeim hætti að við setjum okkur í spor viðkomandi til að skilja hann betur sem gerir okkur kleyft að hlusta betur líka.
Í dag, skaltu beygja þig niður þegar þú talar við fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af litlum neista verður oft mikið bál.
22.8.2007 | 18:33
Ljós skaparans er ekki falið uppí himninum á bak skýin þar sem fáir fá að njóta.
Það eru litlir hlutar af skaparanum eru alstaðar - í sérhverri manneskju, í sérhverju tré og jafnvel í því sem við teljum að séu líflausir hlutir í kringum okkur. Þetta er ein mikilvægasta kennslan í fræðum kabbalah. Að við höfuð það að markmiði að sjá og viðurkenna alla þá yfirnáttúrlegu neista sem eru allt í kringum okkur í okkar umhverfi, og í gegnum okkar andlegu vinnu að hlúa að þeim svo þeir megi vaxa og skína skærar og sterkar.
Í dag, leitaðu eftir því að hlúa að þessum neistum í öllu því sem þú gerir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krefstu þess sem er þitt!
16.8.2007 | 21:14
Margir eyða stórum hluta ævi sinnar í því að bíða að eitthvað gerist, í kringum okkur, í samböndum okkar, í vinnunni og í okkur sjálfum.
Við erum staðföst í því að fylgja straumnum, að fljóta með því sem verður á vegi okkar, og bíðum þess að lífið muni breyta okkar lífi. Því að eftir allt þá höfum við nú lagt nóg að mörkum til að breytast, ekki satt?
RANGT!
Í dag, renndu þá yfir líf þitt og krefstu breytinga á þeim svæðum þar sem þörfin er mest. Krefjast frá hverjum? Frá sjálfum þér og skaparanum. Það er öflugt dúó þegar þú og skaparinn takið höndum saman og er allt sem þú þarft til að kalla fram þær breytingar fram sem þú hefur krafist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Meiri gleði fyrir okkur öll!
15.8.2007 | 18:58
Ef við skoðum okkur nánar, þá munum við sjá að flestar okkar neikvæðu tilfinninga eru sprottnar uppfrá því sem kabbalistar kalla, þráin að meðtaka aðeins fyrir sjálfan sig, við getum kallað það að vera sjálfhverfur.
Hvað er reiði? Þeir hlusta ekki á MIG, Þau kunna ekki að meta MIG, þau bera enga virðingu fyrir MÉR.
Hvað þá með öfund og hatur? Við sjáum fallega manneskju og segjum, "Af hverju er ÉG ekki jafn falleg(ur)? Við sjáum fallegt heimili eða fallegan bíl og segjum, "Af hverju á ÉG ekki fallegt hús og fallegan bíl?"
Allar þessar neikvæðu tilfinningar eru sjálfhverfar. Og ávöxturinn er leiði sem er líka sjálfhverfur.
Hvað getum við gert er til mótefni við þessu eitri? Já
ÞAKKLÆTI. Vertu þakklát fyrir alla þá yndislegu hluti sem eru allt í kringum þig. Vertu þakklát fyrir alla þá kosti sem búa innra með þér. Ef þú temur þér að vera þakklát(ur) þá muntu upplifa minni leiða og meiri gleði.
Slagorð dagsins: Meiri gleði fyrir okkur öll.
Bloggar | Breytt 16.8.2007 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er þeim að kenna!
13.8.2007 | 17:47
Afhverju er það að við finnum alltaf einhvern eða eitthvað sem er orsökin af því sem miður fer í lífi okkar?
Eitt mesta vandamálið við mannkynið í dag er sinnuleysi okkar að æxla ábyrgð á gjörðum okkar. Við kennum öðrum um, ríkisstjórninni, samfélaginu, fólkinu eða einhverju öðru svo að við getum fríað okkur af ábyrgð vegna þeirra vandamála sem blasa við okkur.
Viltu fá sönnun? Adam og Eva,
Guð: Hví hefur þú étið af lífsins tré?
Adam: hummm..... hún Eva plataði mig útí það!
Í dag, beindu þá fingri þínum að sjálfum þér. Reyndu að finna í hið minnsta eitt svæði þar sem þú getur staðið upp og æxlað ábyrgð. Framkvæmd skilar meiri árangri en orð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að breytast eða að vera þvingaður til breytinga.
12.8.2007 | 19:51
Í okkar lífsins göngu þá höfum við val um að vera fyrri til að breytast til hins betra eða þá að lífið mun skapa okkur kringumstæður sem munu þrýsta þér til að breytast. Það að vera fyrri til að breytast er mun sársaukaminna heldur en þurfa að lenda í kringumstæðum sem neyða mann til að horfast í augu við hlutina og þar af leiðandi breytast til batnaðar. Þitt er valið.
Í dag hugsaðu til þeirra svæða í lífi þínu þar sem þú hefur samþykkt að muni eða geti ekki breyst. Við höfum öll í þannig kringumstæðum að við vændumst ekki breytinga, og þar af leiðandi gerum við ekkert í því. Ef þér dettur ekkert í hug sem mætti breyta í lífi þínu, spurðu þá sem eru í kringum þig.
Á hvaða sviði lífs míns sérðu að ég hef gefist uppá að reyna að bæta, þar sem ég jafnvel hættur að reyna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ert þú andlegur?
9.8.2007 | 21:39
Að vera andlegur krefst þess ekki endilega að þú stundir kirkju, mosku, eða einhverja aðra skiplagða starfssemi. Þú fremur andlega hluti þegar þú rífst við þá sem þú elskar, eða lendir í uppákomu við neikvætt fólk, eða þegar þú ert pirraður eða pirruð, þegar þú ert fastur í umferðarþunga, þegar þú bregst út frá afbrýðissemi, allt eru þetta andlegir hlutir sem þarna eiga sér stað.
Það skiptir í raun ekki máli hversu mikið þú hefur lært, frekar skiptir það máli hvernig þú notar þá hluti sem þú hefur lært í þínu daglega lífi.
Í dag, lýttu eftir litlum tækifærum þar sem þú getur sett lærdóminn í verk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru tvær hliðar á þér?
8.8.2007 | 19:45
Kabbalah kennir okkur að það séu tvær hliðar á hverjum einstaklingi: hver við erum og hver við getum orðið. Hver við getum orðið það er staðurinn þar sem við viljum vera á. Þar eru okkar möguleikar og tækifæri. Þetta er staðurinn sem hugurinn leitar á þegar við eru spurð, "ef þú gætir verið hvað sem er í lífinu hvað yrði fyrir valinu?
Hvert leitar hugur þinn þegar þú þarft að svara spurningu líkt þessari. Getur þú leyft þér að sjá fyrir þér fullkomna útgáfu af þér.
Í dag sjáðu fyrir þér endurbætta útgáfu af þér. Því meira sem þú gerir það, því hraðar munt þú þróast í þá átt.
Bloggar | Breytt 9.8.2007 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)