Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Frosið hjarta!
19.11.2007 | 20:00
"Hún er svo neikvæð, alltaf að dæma aðra. Ohh, ég þoli hana/hann ekki!"
Hljómar þetta kunnuglega? Hversu oft dæmum við aðra fyrir dæmandi hugarfar? Samkvæmt fræðum kabbalista, þá er okkur sagt að þegar við fellum í þá gryfju að leggja dóm á aðra vegna þeirra hegðunar, framkomu eða hugarfars, þá erum við aðeins að bæta á vogaskálar neikvæðni í umhverfinu okkar. Og með því að taka þátt í slíkri hegðun þá erum við í raun að opna dyrnar fyrir að dómur falli í okkar lífi.
Í dag, kannaðu hvort að neikvæðni leynist í þinni hugsun. Vittu til að þegar þú ákveður að taka stjórn yfir neikvæðni, dæmandi og skemmandi hugsunarhætti sem er sprottinn út frá köldu hjarta, þá mun fólk í kringum þig njóta góðs af því til hins betra. Og ekki nóg með það, þú munt verða sjálf(ur) mun hamingjusamari þegar þú hefur losað þig við eitraðar hugsanir útúr þínum huga og meðvitund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú ert það sem þú hugsar!
18.11.2007 | 11:18
Kabbalah kennir okkur það að ekkert gerist, nema að það hafi orðið til í hinu andlega fyrst. Sem dæmi, áður en þú talar þá hefur þú ákveðið hvað þú ætlar að segja í huganum áður en þú heyrir orðin hljóma úr munni þínum. Það má segja að hið andlega sé að mörgu líkt tölvu og hið jarðneska er það sem prentast útúr prentaranum. Raunverulegar ákvarðanir verða til á forritunarsviði tölvunar(hinu andlega) sem gefa svo skipanir um hvað eigi að gera. Þetta er ekki svo ósvipað hjá okkur mannfólkinu, okkar ákvarðanir verða til líka í hinu andlega eftir að við erum meðvituð um hvað þurfi að gera. Okkar tilfinningar og hin líkamlega hlið lyftast upp og fylgja því sem hugur okkar hefur fyrirskipað. Það má þá draga út frá því þann lærdóm að ef við ætlum að eiga við veikleika í okkar lífi þá þurfum við að takast á við hann fyrst í hinu andlega, vera meðvituð um það að eftir höfðinu dansar líkaminn. Stundum þurfum við að strauja harða diskinn og þurrka út það neikvæða og endurskrifa síðan nýjar skipanir í huga okkar.
Hvað ertu að hugsa um? Ert þú háð(ur) því að vera alltaf neikvæð(ur) eða efastu um allt og alla? Er þitt hugarmynstur, mynstur fórnarlambs? Láttu jákvæðni og von flæða yfir hugsunarmynstur þitt í dag og hafðu rúm fyrir lækningu fyrir hvern þann hugarkvilla sem kann að vera til staðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið leynda hlið Edensgarðs!
17.11.2007 | 12:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hamingjan!
16.11.2007 | 22:20
Kabbalah kennir okkur það að sönn varanleg hamingja kemur ekki utan frá, og ávinnst ekki af veraldlegum hlutum sem koma og fara úr lífi þínu. Þú kannt hafa keypt drauma bílinn, ráðinn í það starf sem þig dreymdi alltaf um, búin(n) að finna hinn drauma makann. En svo áður en þú veist af þá byrjar hamingjuvíman að fjara út, og það sem veitti þér svo mikla gleði áður, er ekki með sama móti nú.
Hamingja er kraftur sem dvelur innra með okkur. Þegar við færum hamingju í heiminn, þá kveikja jafnvel litlir hversdagslegir hlutir í lífi þínu upp gleði og unun. Skyndilega finnur þú að hamingjan verður ekki lengur tilviljunarkennd. Hamingjan er eðli hins sanna þakklætis.
Umvefðu kraft hamingjunnar sem dvelur innra með þér í dag. Finndu ilminn af útsprungni rós, leiktu þér örlítið lengur með krökkunum, dansaðu polka án nokkurra ástæðu. Uppgötvaðu alla litlu yndislegu hlutina sem eru allstaðar í kringum þig og njóttu lífsins, til þess er það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin bönnuðu handrit!
15.11.2007 | 19:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er Guð?????
15.11.2007 | 00:34
"Hvar er Guð?" gæti fólk spurt.
Hann er í þér hann er í mér, hann er allsstaðar.
Eina ástæðan fyrir því að þú sért ekki að upplifa og finna allan þann kraft sem er í ljósi Guðs, er sú að það hefur verið hulið fyrir þér á bakvið tjöld. Það að vera illur, með hatur í hjarta, öfundsjúkur,sjálfhverfur og þaðan af verra, dregur tjöld yfir líf þitt sem hylja ljósið. En sem betur fer þá er samt von því að í hvert skipti sem þú yfirstígur sjálfan þig og kemur fram með umburðarlyndi, tillitssemi, og kærleika til náungans, þá byrja tjöldin að lyftast upp og meiri og meiri ljós kemur inní þitt líf. Hafðu það hugfast að Ljós Guðs er eilíft og stöðuglega til staðar og mun aldrei breytast. Það er þitt val að velja hvort þú fjarlægir tjöldin og færir meira ljós í líf þitt og heiminn, eða hvort dregur ennþá fleiri tjöld yfir líf þitt og eykur við myrkrið í lífi þínu.
Í dag, dragðu fram eins mikið Ljós og þú mögulega getur. Gerðu eitthvað gott fyrir náungan án þess að hafa einhverja sérstaka ástæðu fyrir því. Syntu þörfum annarra fyrst á undan þínum eigin. Taktu þig sjálfan þig ekki of hátíðlega í dag en sýndu öðrum virðingu og vinsemd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú getur allt!
13.11.2007 | 18:08
Öll höfum við einhverja veikleika í bland við þá góðu kosti sem við búum yfir, og það er ekkert að því. Í raun er það ástæðan fyrir því að við erum hér á jörðinni, til að umbreytast og verða sterkari og sterkari og betri og betri manneskjur.
Lykilatriðið í því að yfirstíga veikleika er það að viðurkenna og sjá að þú hafir veikleika, og síðan að óska eftir hjálp eða leiðbeiningu. Því sannleikurinn er sá, að í sál okkar þá eigum við allan þann kraft sem við þurfum á að halda. " það að viðurkenna og leita svara" er leiðinn til að hreinsa burt þær hugsanir, blekkingar sem segja " ég get þetta ekki", og þar afleyðandi leysum við úr læðingi þann kraft sem mun hjálpa okkur til að sigrast á hverju sem er. Og gera það með myndugleika.
Í dag, í hvert sinn sem þú verður var við veikleika hjá þér, óöryggi, tilfinningum að þú getir ekki, að aðrir viti betur en þú-- minnstu þá þess að, "það er allt í lagi." Ekki berja á sjálfum þér eða reiðast, kenna öðrum um, eða bregðast með þeim hætti sem þú ert vön/vanur. Einfaldlega uppfylltu það með Ljósi með því að viðurkenna veikleikan og biðja síðan vin, kennara, eða þann besta Skaparann um aðstoð.
Og vittu til það sem sýndist svo erfitt og óyfirstíganlegt verður skyndilega lítið mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lát ljós þitt skína!
11.11.2007 | 21:35
Hverjar eru þínar gjafir, þínir kostir? Skráðu þá niður, taktu smá stund og einblíndu á þá kosti sem gera þig einstaka(nn), að því sem þú ert.
Ertu búinn að skrá þá niður? Allt í lagi. Ertu að nota þær öðrum til blessunar? Kabbalah kennir okkur það, að þegar við notum okkar gjafir, hæfileika, okkar kosti eingöngu fyrir okkur sjálf, þá munu þær gjafir á endanum skaða okkur. Við eru sköpuð til þess að meðtaka til að gefa, að deila með okkur. Ég segi þetta ekki til að hræða þig, heldur til að opna augun þín fyrir þeirri staðreynd og æðri sannleik, að þú sért hlekkur í keðju mannkynsins og að þú þarft að leggja þitt af mörkum til að halda því gangandi.
Í dag, stækkaðu þinn sjóndeildarhring örlítið meir. Sjáðu heiminn allt í kringum þig og taktu eftir því að það er fólk í kringum þig sem lifir í myrkri og bíða þess að þú látir ljós þitt skína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ganga okkar um hinn andlega veg.
5.11.2007 | 20:38
Í hinum fullkomna heimi þá væru allir stöðuglega að vinna að góðgerðar og andlegum málum og nota tíma sinn í það að þroskast andlega og stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum. En svo er það nú ekki, skyldan kallar á okkur, við þurfum að borga reikningana okkar, sinna öllu því sem þarf að sinna í hringiðju okkar daglega lífs, sem heldur okkur vel við efnið og tekur mest allan okkar tíma. Og loks þegar tími gefst til að sinna andlegum lærdómi og iðkun þá kann okkur að finnast að við höfum dregist of mikið afturúr til að halda áfram.
Ef þú ert ein(n) af þeim sem að finnur sig heima í þessu, þá hef ég fréttir að færa! Svo lengi sem það er þrá innar með þér til að finna hinn rétta veg til að ganga eftir, þá ert þú nú þegar á honum, ef það er þrá þá mun lífið leiða þig áfram á þá staði sem þú þarft að finna og fara á.
Í dag, taktu nokkur skref áfram á þessari andlegu braut sem þú ert nú þegar á. Framkvæmdu eitthvað góðverk sem er án nokkur skilyrða eða skuldbindinga, ef þú færð hugdettu að góðverki, framkvæmdu það án þess að hugsa allt of mikið um það og ekki væntast þess að fá neitt til baka. Því stærri framkvæmd, því stærri skref muntu ganga fram á við á þinni andlegu göngu.
Bloggar | Breytt 12.11.2007 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á ég að vera, á ég að fara?
3.11.2007 | 17:00
Á ég að vera eða á ég að fara? Spurningin endalausa. Í samböndum, störfum, borgum - við höfum öll þurft að staldra við krossgötur og þurft að finna svar við þeirri spurningu. Og hversu oft höfum við hafið göngu á nýrri braut aðeins til þess að horfa til baka með eftirsjá?
Á okkar göngu í lífinu, þá er það undir okkur komið að spyrja spurninguna hvort að þessi starfsframi, elskhugi sé kominn á leiðarenda - eða hvort þetta sé eitthvað til að berjast fyrir. Spurningin sem lögð fram er, " er ég að stimpla mig út af einhverju smáatriði? Við getum verið með hina fullkomnu manneskju, eða verið í vinnu sem er sérsniðin fyrir þig, og gefist upp útaf einhverju lítilfenglegu sem gerðist sem jafnvel enginn man eftir mánuð eða ár fram í tímann.
Hvaða braut ert þú að hugsa að skilja að baki í dag? Líttu til baka og spyrðu sjálfan þig hvort þú sért að taka saman þitt hafurtask af réttum ástæðum? Í dag er tækifærið þitt til þess að stíga skref fram á við, eða koma þér aftur fyrir á þeirri hlaupabraut sem þú hefur hafið þitt hlaup nú þegar.
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)